Ekki nema 17.166.666,666 krónur á mann.

Ef ég skrifa 5150 milljarði rétt 5.150.000.000.000 og deili með 300.000 einstaklingum þá fæ ég út símanúmerið anskotanum sjálfum. Ætli það sé tilviljun?

 Ég og mín fjögra manna fjölskylda ætlum bara að borga stax takk. Taki þið gúmmítékka uppá 68.666.666 krónur?


mbl.is Skuldum 5150 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það eru engar vomur á þér :) Annars er ég á leiðinni að banka upp á hjá Björgólfi til að hrifsa af honum minn hlut.

Finnur Bárðarson, 22.12.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Gummi Kalli

Það er góð hugmynd hjá þér :)

Gummi Kalli, 22.12.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona til að gleðja þig og Finn þá eru um 1000.000.000 eða þúsund milljarðar sem Björgólfur skuldar af þessu og kemur okkur ekki við. Því það lendir bara á kröfuhöfum og Actavis ef það greiðist ekki. Og nokkur hundruðu eru á Exista. Nokkur hundruð á útgerðina og nokkur hundruð í Nýju bönkunum þannig að þú verður eiginlega að deila í 2024 milljarða með 300.000 Sem gerir um 6,8 milljónir á mann. Þannig að þú getur verið glaður með það að ég er hér með búinn að lækka hlut þinn  og fjölskyldunar þinnar úr 69 milljónum í 25 milljónir. Geri aðrir betur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.12.2009 kl. 18:04

4 Smámynd: Björn Birgisson

Enn má gleðjast! Við erum ekki 300 þúsund. Við erum 318 þúsund. Snarlækkar ekki skuldin þá?

Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 18:41

5 identicon

Seðlabankastærðfræðin hefur nú aldrei þótt merkileg.

axel (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 19:08

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég held að það sú meiri hætta á að eitthvað af Actavis skuldunum lendi á okkur heldur en öfugt og svo er nú nokkuð ljóst að þessi seðlabankasamlagning er dáldið götótt þannig að það er sama hve bjartsýnn maður vill vera, það er aldrei raunhæft að fara alla leið niður í 2024 milljarða og heildarskuldirnar nokkuð örugglega meiri en 5.150 milljarðar. Og svo er Íslendingum að fækka núna og verður sjálfsagt áfram næstu ár þannig að það má telja gott ef það verða hér eftir 300 þús. manns til að borga þetta þegar greiðsluseðlarnir koma til Steingríms.

Ég held því að Gummi Kalli sé alveg á réttri leið í sínum útreikningum. Hann skuldar bæði hús og bíl ef svo má segja, sama hvort hann á svoleiðis eða ekki, sé þessu skipt upp á heimilin í landinu.

Jón Pétur Líndal, 22.12.2009 kl. 20:36

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Auðvitað á að senda "gúmmitékka" til  allra þá sem við skuldum.  Þeir aðilar sem ekki eru sammála þessari greiðslu geta farið í mál við okkur og við getum tafið það í tíu ár vegna anna í réttarkerfinu.  möguleiki á að krafan firninst.

Eggert Guðmundsson, 23.12.2009 kl. 00:37

8 identicon

[quote]

"Bara svona til að gleðja þig og Finn þá eru um 1000.000.000 eða þúsund milljarðar sem Björgólfur skuldar af þessu og kemur okkur ekki við."

[/quote]

Ég held að sumir hérna séu ekki alveg að átta sig á því að 1000.000.000 milljónir eru ekki nema einn milljarður.

Þúsund milljónir eru dropi í hafið, því þúsund milljónir eru 1/5150 hluti skuldarinnar.

Þúsund milljónir eru einn milljarður.

Skuldir þjóðarbúsins eru því yfir 5 milljón milljónir.

Er nú einfaldlega að benda á þetta því ansi margir í bloggheimum virðast ekki átta sig á því hvað milljarður er... eins sorglegt og það nú er.

Thor (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 03:47

9 Smámynd: Gummi Kalli

Takk fyrir að reina að hughreista mig Björn og Magnús.

Hann hefur að eins ruglast á núllum Thor, því að Actavis skuldar 1000 milljarða ekki milljónir. Þeir eiga 20% af heidlarskuldum Íslands skv þessum útreikningum seðlabankans hvernig svo sem þeir fóru að því.

Gummi Kalli, 23.12.2009 kl. 10:48

10 Smámynd: Gummi Kalli

Og svona til að bæta aðeins við, þá er ekki skrítið að menn í bloggheimum og annarstaðar eigi erfitt með að skrifa þúsund milljarða því það er svo fjarstæðukennd tala með svo mörgum núllum að það hálfa væri nóg. Það er ekkert hægt að miða við, ég skil 60 milljónir því ég miða við það að það er eins og verðið á góðu einbílishúsi, 2.000.000 er (var) verðið á góðum notuðum Volvo S40 en 1.000.000.000.000 ?!? ég hef ekkert til að miða við. Mér finnst það í raun ekki sorglegt heldur bara ágætt að menn skilji ekki þá tölu því það þíðir að veruleikaskyn manna er í lagi :)

Gummi Kalli, 23.12.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband