25.1.2009 | 11:20
Forstjóri Óskast.
Fjármálaeftirlitið leitar að jákvæðum og kraftmiklum einstakling í stöðu forstjóra.
Áskilið er að umsækjendur hafi a.m.k meistarapróf í hagfræði, verkfræði og/eða viðskiptafræði.
Umsækjandi þarf að vera tilbúin til að taka miklu skítkasti úr öllum áttum, sætta sig við algerlega óviðunandi og ósamkeppnishæf laun, sérstaklega miðað við það starf sem framundan er og má ekki eiga svo mikið sem fjarskildan frænda sem hefur átt hlutabréf eða setið í stjórn félags eða séð um bókhald hjá fjármálastofnun eða... ja hels má enginn ættingi hafa unnið fyrir nokkuð fyrirtæki á Íslandi.
Helstu verk Forstjóra eru ókunn sem stendur þar sem fjármálaeftirlitið hefur aldrei gert neitt.
Athugasemdir
Það er fullt af reyndum bankamönnum með mikla reynslu á lausu út um allan heim. Kippa einum af þeim í þetta.
itg (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:31
Það væri óskandi, þ.e. ef þeir eru til í að koma og vinna undir þessum kringumstæðum fyrir skít á kanil.
Gummi Kalli, 25.1.2009 kl. 11:34
Ég hugsa nú að launin hafi lækkað talsvert í þeirra bransa og eru að lækka en meira. Margir þeirra sjálfsagt bara ánægðir með að fá laun. Það er nú ekki tóm hamingja í öðrum löndum, ekki má gleyma því,.
itg (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:38
bankamenn nei er ekki komið nóg af þeim
gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:40
Aðstæður hér eru það slæmar og krónan það veik og launin það léleg að ég efast um að þeir hæfustu úti í heimi mundu hugsa þetta þannig. En kannski, við sjáum til
Gummi Kalli, 25.1.2009 kl. 11:44
Haha jú ætli það ekki Gísli, en ekki viljum við dýralækni eða eitthvað fáránlegt í fjármálaeftirlitið líka. Lögfræðing kannski, en ég held að flestir séu komnir með nóg af þeim líka.
Gummi Kalli, 25.1.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.