11.12.2008 | 21:46
Við eigum semsagt að borga brúsann?
Var það ekki Geir sem sagði að ríkisstjórnin mundi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að sjá til þess að hinn almenni borgari mundi ekki þurfa að borga fyrir fall bankanna? Nú er verið að leita allra leiða til að sjúga pening úr rassvasa okkar? Það eina sem ég hef heirt síðustu daga er hvaða leiðir ríkistjórnin ætlar að fara til að bæta fjármálahalla sem kom til vegna falls bankanna. Allar þessar aðgerðir snúast að því að stinga skítugum krumlum sínum í vasa minn og ræna mig þann litla pening sem ég á eftir.
Svo skilst mér að áfengisverð hafi vægi í vísitölu neisluverðs þannig ekki hjálpar þetta verðbógunni.
Áfengisgjald hækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú getur nátúrulega alltaf minnkað drykkju!
Páll Geir Bjarnason, 11.12.2008 kl. 21:58
D listinn er kommunistaflokkur
Alexander Kristófer Gústafsson, 11.12.2008 kl. 22:09
NOOOOOOO!!!!!!!!!
En svona í alvöru, þá eru góðar líkur á að drykkja minnki, fleiri leiti í landa eða jafnvel eiturlyf. Kannki minkar drykkja um ja, segjum 15% og vegur á móti hækkun sem gerir hana ansi gagnlausa :)
Svo er það líka ég sem þarf að gjalda hvort sem það er í formi þess að draga úr neislu á munaðarvörum sem mér þykir góðar eða stinga höndunum í vasann eftir meiri peningum.
Gummi Kalli, 11.12.2008 kl. 22:13
Ríkisstjórninni finnst sjálfsagt að við borgum brúsann, og að sjálfsögðu er þetta liður í að við klárum að borga innistæður í erlendum bönkunum td í Bretlandi, meðan bretaskinnin sem vældu sem mest neita að borga meira en ábyrgðartryggingarnar í öðrum esb löndum
Sigurbjörg, 11.12.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.